Skip to main content

Show filters

Hide filters

See all filters

umsjónarmaður á heilbrigðis-, öryggis- og umhverfissviði

Description

Code

1213.7

Description

Umsjónarmenn á heilbrigðis-, öryggis- og umhverfissviði hanna og útfæra stefnu og verkferli fyrirtækis varðandi heilbrigði og öryggi starfsmanna og umhverfisvernd. Þeir greina verkferla til að tryggja samræmi við gildandi lög og umhverfisreglur, gera áhættumat að því er varðar heilbrigði og öryggi á vinnustöðum, meta umhverfisáhrif af efnahagslegum umsvifum og leggja drög að viðeigandi ráðstöfunum til að bæta starfsumhverfi og -menningu. Þeir sjá um að koma á laggirnar samþættu heilbrigðis-, öryggis- og umhverfisstjórnunarkerfi, skilgreina í því sambandi gagnlega vísa, skipuleggja úttektir og taka hugsanlega þátt í slysarannsóknum og skýrslugjöf þaraðlútandi. Þeir ýta undir samþætta nálgun varðandi sjálfbærni og heilbrigði starfsmanna innan fyrirtækja, annast samskipti við stjórnendur og sviðsstjóra og þjálfun starfsmanna. Þeir sjá um að semja tæknileg gögn í tengslum við samræmi við heilbrigðis-, öryggis- og umhverfislöggjöf.

Önnur merking

HSE framkvæmdastjóri fyrirtækja

HSE umsjónarmaður

yfirmaður hjá HSE

þjónustustjóri HSE og sjálfbærni

Reglugerðir

Til sjá hvort og hvernig þetta starf er lögverndað í aðildarríkjum Evrópusambandsins, EFTA-löndum innan EES eða Sviss, vinsamlegast flettið upp í gagnabanka framkvæmdastjórnar um lögvernduð starfsheiti. Gagnabanki um lögvernduð starfsheiti:

Skills & Competences