Skip to main content
Evrópsk færni, hæfni, menntun og hæfi og störf (ESCO)
Framkvæmdastjórnin veitir aðgang að ESCO-flokkunarkerfinu gegnum forritaskil (API). Forritaskil er hugbúnaðareining fyrir hönnuði til að fá aðgang að gögnum og þjónustu í því augnamiði að byggja upp alls kyns forrit á hraðvirkan og öflugan hátt.
 
 
ESCO-forritaskilin eru samansöfn þjónustu og virkni sem birt er á netinu og gerir öðrum forritum kleift að fá aðgang að ESCO-flokkunarkerfinu.
 
 
Öll ESCO-forritaskil nýtast sem kjarnaverkfæri fyrir notendur flokkunarfræðisafna sem ESCO þjónustar og sambönd þeirra. Þessir notendur eru m.a. ýmsir ESCO-hagsmunaaðilar sem eru að hanna forrit í margbreytilegum tilgangi, svo sem starfssamsvörun, færnigreind, starfsráðgjöf og fleira.
 
 
 
 

Eins og er býður ESCO upp á aðgengi á flokkunarkerfinu gegnum tvenns konar forritaskil:

Two computers connected written web service api

ESCO-vefþjónustuforritaskil

Þetta vefbundna þjónustuforritaskil er hannað til að styðja við samhæfð samskipti milli véla í gegnum internetið. 

two files connected, written local API

ESCO-staðforritaskil

Þetta er niðurhlaðanleg útgáfa af ESCO-forritaskilum sem veitir notendum aðgengi að hugbúnaðinum á staðnum gegnum tölvu.