Veflægu forritaskilin eru hönnuð til að styðja samvirk samskipti milli véla um veraldarvefinn. Þau láta í té verkfæri með aðgang að hinum ýmsu útgáfum ESCO-flokkunarinnar. Notkunarmöguleikar ESCO-vefforritaskilanna fullnægja flestum notkunarsviðsmyndum með ESCO.
ESCO lætur einnig í té forritasöfn sem ætluð eru fyrir staðbundna uppsetningu ESCO-vefforritaskilanna. Þetta gerir kleift að sérsníða aðganginn að ESCO-flokkunarkerfinu, velja hvaða útgáfu sem helst af ESCO-flokkuninni og koma upp stærðfrjálsum lausnum til að mæta tilteknum frammistöðuþörfum.
ESCO-vefforritaskilin sjá fyrir aðgengilegu vefviðmóti til að nálgast tengd gögn. Í Tengdum gögnum eru hugtök fundin með samræmdu gagnaauðkenni (Uniform resource identifier, URI) Til dæmis finnur samræmda gagnaauðkennið http://data.europa.eu/esco/occupation/528f90ed-e250-48bd-aacc-ffb7b1de5654 starfslýsinguna „Sérhæfður textílsali“.
ESCO-vefforritaskilin taka á móti beiðnum um upplýsingar um hugtök eða heiti og gefa svar sem er sérsniðið fyrir sendanda beiðninnar.Eins og stendur er sjálfgefna ESCO-útgáfan „x“. Nýjasta ESCO-útgáfan „x“ er einnig fáanleg. Hana má velja með því að nota sérstaka breytu í forritaskilunum, þ.e. valin Útgáfa. Nánari upplýsingar um notkun þessarar breytu er að finna í nýjustu útgáfu upplýsingagagnanna um ESCO-forritaskil.
Tiltækar útgáfur ESCO eru:
- v 1.0.9 (default)
- v 1.1.2
- v 1.2
For more information on the ESCO Web service API, see the materials below:
ESCO-forritaskil - upplýsingagögn
This documentation will help users understating how to make specific calls with practical examples like requesting ESCO concepts by URI or various search options.
ESCO-forritaskil - kennslumyndband
This is a video tutorial that explains how to use the ESCO API to query the ESCO classification. It targets application developers that want to embed the ESCO classification in their application or service. The video shows how to access the API.