Skip to main content
Opinber vefsíðu EvrópusambandsinsOpinber vefsíða ESB
European Skills, Competences, Qualifications and Occupations

Stoðin „störf“ er önnur tveggja meginstoða í ESCO-kerfinu. Hún hefur að geyma skipulagningu starfshugtaka í ESCO. Hún byggir á stigskiptum tengslum þeirra á milli, lýsigögnum sem og vörpunum í alþjóðlegu starfaflokkunina (e. International Standard Classification of Occupations, ISCO) í því skyni að raða störfunum upp í skipulegt kerfi. 

Störf
 

Í ESCO-stoðinni „færni“ er gerður greinarmunur á i) færni-/hæfnihugtökum og ii) þekkingarhugtökum með því að tilgreina tegund færninnar. Aftur á móti er enginn greinarmunur gerður á færni og hæfni. Hverju þessara hugtaka tilheyrir eitt æskilegt heiti og önnur síður æskileg heiti í hverju hinna 28 tungumála ESCO. Hvert hugtak hefur einnig að geyma skýringu, nánar tiltekið lýsingu. 

Færni & hæfni
 

Menntun og hæfi er hin formlega niðurstaða úr mats- og staðfestingarferli sem fæst þegar til þess bær aðili ákvarðar að einstaklingur hafi náð hæfniviðmiðum með fullnægjandi hætti. Upplýsingar um menntun og hæfi á Evrópuvísu koma nú fram í Europass; þær eru upprunnar úr landsbundnum gagnagrunnum um menntun og hæfi og endurspegla hina landsbundnu hæfniramma sem aðildarríkin eiga og stjórna. 

Menntun og hæfi