ESCO (Evrópsk færni, hæfni og störf) er hið evrópska, margmála flokkunarkerfi yfir færni, hæfni og störf.
ESCO er nokkurs konar uppsláttartæki sem lýsir, ber kennsl á og flokkar störf og færni sem hafa þýðingu fyrir vinnumarkað, menntun og þjálfun á EES-svæðinu. Þessi hugtök og tengsl þeirra innbyrðis eru skiljanleg rafrænum kerfum en það gerir netvöngum kleift að nýta ESCO til ýmiss konar þjónustu, s.s. að máta störf við atvinnuleitendur út frá færni og gera fólki í endurmenntunarhugleiðingum tillögur um nám eða viðbótarþjálfun o.s.frv.
ESCO hefur að geyma lýsingar á 3,039 störfum og 13,939 lýsingar á færni sem tengist þessum störfum, á 28 tungumálum.
Markmiðið með ESCO er að styðja atvinnuhreyfanleika í Evrópu og stuðla að samþættari og skilvirkari vinnumarkaði með því að bjóða „sameiginlegt tungumál“ yfir færni og störf sem hagsmunaaðilar geta notað þegar umfjöllunarefnið er atvinna, menntun og þjálfun.
ESCO er verkefni á vegum framkvæmdastjórnar ESB, starfrækt af stjórnarsviði atvinnu- og félagsmála og samfélagslegrar þátttöku (DG EMPL). Það er tiltækt á sérstakri vefgátt og er öllum frjálst að nota það endurgjaldslaust. Fyrsta gerð kerfisins (ESCO v1) leit dagsins ljós 28. júlí 2017. Nýjustu gerð flokkunarkerfisins má hlaða niður eða nálgast um ESCO-forritaskilin.