Skip to main content
Opinber vefsíðu EvrópusambandsinsOpinber vefsíða ESB
European Skills, Competences, Qualifications and Occupations

Nú á dögum breytir fólk oftar um störf og vinnuveitendur en áður. Stöðugt myndast þörf fyrir nýja færni og hreyfanleiki milli starfa og landfræðilegra svæða eykst. Hæfileikanetvangar, s.s. vefsetur með atvinnutilboðum og samfélagsmiðlar, eru óðum að breyta því hvernig ráðning fer fram. Atvinnurekendur og atvinnuleitendur nota í æ vaxandi mæli stafræn tæki til að auglýsa og sækja um störf eða til að leita að og bjóða tækifæri til þjálfunar. Fyrirtæki og fræðslu- og þjálfunaraðilar þurfa á skýrum og uppfærðum upplýsingum að halda um færni, menntun og hæfi til að bæta hæfileikastjórnun og bregðast við gloppum í námsframboði.

Hugtök og lýsingar ESCO geta hjálpað fólki til að átta sig á:

  • Hvaða þekkingar og færni er jafnan krafist í tilteknum störfum; 
  • Hvaða þekking, færni og hæfni fæst með því að afla tiltekinnar menntunar; 
  • Hvaða menntun og hæfi er beðið um eða jafnvel krafist af þeim sem leita að vinnu í tiltekinni starfsgrein. 

 

Notkun á ESCO-hugtökum getur einnig auðveldað þróun í átt að hinum sístækkandi stafræna vinnumarkaði enda gefst með því sameiginlegt „tungumál“ yfir störf og færni sem gerir að verkum að viðkomandi stafræn tól vinna og tala betur saman.

 

ESCO og hinn stafræni vinnumarkaður