Skip to main content
European Skills, Competences, Qualifications and Occupations

ESCO er notað í netlægum hugbúnaði og á öðrum stafrænum vettvangi

Rafræn kerfi eru fær um að skilja hugtök ESCO og tengsl þeirra innbyrðis. Þetta gerir að verkum að ólík kerfi og netvangar geta notað ESCO til að gera fólki í atvinnuleit tillögur um heppileg störf miðað við færni þeirra eða stinga upp á viðeigandi tækifærum við fólk sem hefur hug á endurmenntun. 

 

ESCO tengir saman fólk og störf

ESCO hefur að geyma nákvæmar lýsingar á störfum og færni sem nota má bæði í starfsauglýsingum og í ferilskrám til að auðvelda samanburð og sammátun. Þetta styður bæði vinnuveitendur í að finna rétta fólkið í laus störf og fólk í atvinnuleit í að finna störf við sitt hæfi.

 

ESCO tengir saman atvinnu og menntun

Notkun á ESCO í atvinnutilboðum, rannsóknum, greiningu á stórgögnum o.s.frv. auðveldar fræðslu- og þjálfunaraðilum að átta sig á hvaða færni vinnumarkaðurinn kallar eftir. Með því að aðlaga námsskrár sínar í samræmi við það geta þeir veitt nemendum betri undirbúning undir vinnumarkað framtíðarinnar. ESCO auðveldar hugsanlegum vinnuveitendum að skilja hvað felst í menntun nemenda. 

 

ESCO tengir saman vinnumarkaði og ýtir undir hreyfanleika

ESCO er tiltækt á 28 tungumálum, sem auðveldar fólki í atvinnuleit og vinnuveitendum að miðla upplýsingum um færni, þjálfun og störf á hvaða evrópsku tungumáli sem valið er. Með aðgenginu að ESCO á EURES-vefgáttinni og mörgum öðrum netvöngum er auðveldara fyrir opinberar og einkareknar evrópskar vinnumiðlanir að veita þjónustu þvert á landamæri og óháð því hvaða tungumál og rafræn kerfi eiga í hlut. Þannig geta þær betur aðstoðað fólk sem vill vinna í öðru Evrópulandi. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hvernig ESCO styður fólk í atvinnuleit í Evrópu.