Skip to main content

Show filters

Hide filters

Hierarchy view

herþjálfunar- og fræðsluliðsforingi

Description

Code

2320.1.3

Description

Herþjálfunar- og fræðsluliðsforingjar þjálfa nýja herskólanemendur, kadetta, í kenningum og verklagi sem er nauðsynlegt til að þeir geti orðið hermenn eða herforingjar. Hluti af kröfum til leiðbeinenda er að þeir búi sjálfir yfir reynslu í faginu. Þeir undirbúa og setja fram fræðileg námskeið og námsefni varðandi lög, innlendar og alþjóðlegar reglugerðir, varnar- og árásarlíkön, heimsmálin o.s.frv. Þeir annast einnig líkamlega þjálfun kadettanna, kenna þeim umhirðu og notkun vopna og véla, fyrstu hjálp, sjálfsvörn og árásartækni, notkun hernaðarökutækja og láta þá ganga í gegnum erfiðar æfingar og líkamlega þjálfun. Herþjálfunar- og fræðsluliðsforingjar annast þjálfunaráætlanir með því að þróa og uppfæra námskrá og vettvangsþjálfun þegar þörf er á. Þeir aðstoða yfirmenn við undirbúning fyrir kynningu og fylgjast að jafnaði með framþróun kadettanna og meta frammistöðu þeirra með röð kenningarlegra og líkamlegra prófa. Þeir undirbúa skýrslur um frammistöðu og matsskýrslur fyrir hvern kadett fyrir sig.

Reglugerðir

Til sjá hvort og hvernig þetta starf er lögverndað í aðildarríkjum Evrópusambandsins, EFTA-löndum innan EES eða Sviss, vinsamlegast flettið upp í gagnabanka framkvæmdastjórnar um lögvernduð starfsheiti. Gagnabanki um lögvernduð starfsheiti: