Skip to main content
Evrópsk færni, hæfni, menntun og hæfi og störf (ESCO)

EURES og ESCO

 

Tengslum milli EURES og ESCO var komið á fót með reglugerð (EB) 2016/589 í því augnamiði að stuðla að hreyfanleika vinnuafls innan ESB. Með það í huga að stuðla að hreyfanleika vinnuafls, greiða fyrir skipti á lausum störfum og starfsferilsskrám atvinnuleitenda og tryggja hágæða samsvörun þvert á tungumál og innlent samhengi, kveður reglugerð (EB) 2016/589 á um að framkvæmdastjórnin þrói evrópskt flokkunarkerfi í þeim tilgangi.
 
 
 
Eins og gert er ráð fyrir í framkvæmdarákvörðun nr. 2018/1020, er slíkt flokkunarkerfi búið til úr listum starfa, færni og hæfni úr ESCO-útgáfunni 1.0. Í 19. grein reglugerðar (EB) 2016/589 er kveðið á um lagalega skyldu aðildarríkjanna til að notast við ESCO eða varpa þeirra innlendu flokkun við ESCO innan 3 ára frá gildistöku framkvæmdarákvörðunarinnar. Framkvæmdastjórn ESB veitir tæknilega aðstoð til aðildarríkjanna til að varpa í eða taka upp ESCO. Ítarlegri upplýsingar má finna á sértæku ESCOpedia-síðunni. Ennfremur gerir framkvæmdarákvörðun 2018/1021 ráð fyrir að slíkar samsvörunartöflur verði byggðar á sérstökum tæknilegum stöðlum og sniðum.
 
 
 
Eins og gert er ráð fyrir í reglugerð EURES, birtir framkvæmdastjórnin vörpunartöflurnar milli ESCO-flokkunarkerfisins og innlends flokkunarkerfis EURES. Hægt er að hlaða niður skránum með því að smella á nafn valins lands. Lönd sem ekki eru á listanum hafa annað hvort tekið upp ESCO eða hafa enn ekki skilað sinni vörpunartöflu.
 
 
 
Athugið að þær vörpunartöflur sem hægt er að fá á þessari vefsíðu eru á CSV-sniði. Þar af leiðandi er hægt að opna þær annað hvort í töflureikniforriti eða öðru textaritli. Þar sem skrárnar eru á ýmsum tungumálum, þá gæti ákveðinnar kóðunar verið krafist til að geta séð innihaldið almennilega. Ef þörf er á tæknilegri aðstoð hafið samband við: EMPL-ESCO-SECRETARIAT@ec.europa.eu.

Hægt er að hlaða niður skránni með því að smella á nafn valins lands.

Austria

Occupations

ESCO version: 1.0.8

Croatia

Occupations

ESCO version: v1.0.3

Estonia

Occupations

ESCO version: v1.0.8

France

Occupations

ESCO version: v1.0.9

France

Occupations

ESCO version: v1.1

Italy

Occupations

ESCO version: v1.0.8

Latvia

Occupations

ESCO version: v1.0.8

Norway

Occupations

ESCO version: v.1.0.8

Poland

Occupations

ESCO version: v.1.0.3

Portugal

Occupations

ESCO version: v.1.0.3

Romania

Occupations

ESCO version: v.1.0.8

Slovakia

Occupations

ESCO version: v.1.0.8

Slovenia

Occupations

ESCO version: v.1.0.8

Spain

Occupations

ESCO version: v.1.0.8

Sweden

Occupations

ESCO version: v.1.0.8

Sweden

Skills

ESCO version: v.1.1.1

Sweden

Occupations

ESCO version: v.1.1.1